Tilbagemelding
Bidrage med feedbackVið feðgar skelltum okkur a Grillhusið í hamborgara, frekar seint um kvöld. Staðurinn er snyrtilegur en aðeins farinn að eldast og sama innrétting, útstillingar og skraut og var fyrir 15-20 árum. Okkur var vísað strax til borðs og um leið og við vorum klárir að panta var komið til okkar. Pöntuðum báðir Classic Rock borgarann en sonurinn skipti frönskum út fyrir laukhringi og ég mínum út fyrir sætkartöflufrönskum. Pöntuðum svo Chili Majó sósu með á kanntinn, hann 7up og ég sódavatn að drekka. Drykkir komu tiltölulega fljótt og reyndar maturinn fljótlega eftir það, ekki löng bið. Snyrtilega framreitt ig hamborgarinn steiktur eins og matseðillinn sagði til um, medium. Almennt bragðaðust maturinn vel en laukhringirnir sem sonurinn pantaðu stóðu þó upp úr, annsð var fint en ekkert eftirminnilegt. Verð á matnum er þó frekar hátt miðdð við hversu venjulegt maturinn er. Þess vegna bara 4 stjörnur af 5.
Góður matur góð þjónusta en leiðinlegt hvað tónlist er hávær mætti lækka því fólk er taldi ofan í hvert annað til að yfirgnæfa hávaðann í tónlistinni
Mjög fínt og snyrtilegt. Barnvænt. Lítið barnahorn. (Ekki skiptiborð á wc niðri). Hjólastólaaðgengi
Góð tónlist, frábær matur, skemmtilegt umhverfi og yndislegt starfsfólk! Mæli sterklega með að prófa síbreytilegan hádegis-matseðilinn og helgar-brunch.
Frábær fiskur dagsins (rauðspretta) og ekki var súpan til að skemma fyrir. Fimm stjörnur þrátt fyrir að ekki skildi allt starfsfólkið íslensku...